
RE/MAX Fjörðurkynnir. Bjart og rúmgott 117,6 fm. verslunarhúsnæði ásamt stæði í bílageymslu að Lækjargötu 34a í Hafnarfirði.
Eignin skiptist í:
Verslunarrými, skrifstofu aðstöðu, lager, eldhús, snyrting og sér sturtu aðstöðu.
Nánari lýsing.
Komið er inn í bjart verslunarrými með sér inngangi, auðvelt er að stækka verslunarrýmið með að taka af skrifstofuaðstöðunni. Eldhúsaðstaðan er snyrtileg og er í stóru opnu rými. Þar fyrir innan er gott lagerrými með sér inngangi fyrir vöruafgreiðslu frá lokaðri bílageymslu. Sér stæði í bílageymslu fylgir húsnæðinu. Húsið er í góðu standi og nýlega búið að mála að utan.
Allar nánari uppls gefur Páll Guðmundsson lögg. fasteignasali í síma 861-9300 eða pallb@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldarbréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - almennt 1.0 % af höfuðstóli skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.