
Nýstandsetta 58,6 fm 2 herbergja íbúð í kjallara á vinsælum stað miðsvæðis í Reykjavík. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, stofu, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, sér geymlsu auk útigeymslu.
Nánari lýsing: Komið er inn á flísalagða forstofu og þaðan inn á parketlagðan gang.
Á hægri hönd er stór og björt stofa, parket á gólfi. Svernherbergi með góðum skápum, parket á gólfi. Eldhúsið er við enda gangsins, ný innrétting, flísar á milli efri og neðri skápa, borðkrókur, parket á gólfi. Vinstra megin við ganginn er baðherbergi, flísalagt gólf, nýr sturtuklefi, innrétting við vask. Baðherbergi er nýstandsett. Innangengt er í sér geymslu og sameiginlegt þvottahús. Köld útigeymsla er við innganginn.
Íbúðin er öll nýstandsett, búið er að skipta um flesta glugga, ný eldhúsinnrétting, baðherbergið nýstandsett og öll gólfefni ný.
Húsaleiga kr. 130.000.- pr. mánuð. Leigutaki þarf að leggja fram tryggingu (bankatryggingu) er samsvarar 3. mánaðar leigu.
Allar frekari upplýsingar veitir Páll í síma 615-1404