
Húsið skiptist í tvær hæðir og kjallara. Í kjallara er þvottahús og þrjár geymslur, þ.a. ein með hillum. Á jarðhæð er forstofa, fatahengi gestasnyrting, hol, eldhús og stór og opin stofa. Í eldhúsi eru uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og eldavél. Á jarðhæð er, auk aðalinngangs, útgengt á tveimur stöðum: í garð úr holi og út á steypta verönd úr stofu, og þaðan niður í garð. Úr holi liggur teppalagður stigi á efri hæð hússins. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, lítið fataherbergi og nýlega uppgert. Baðherbergi með sturtu og nuddbaðkari. Skápar eru í öllum svefnherbergjunum nema einu. Á gólfum efri hæðar er línóleumdúkur, nema parket á einu svefnherbergi og flísar á baðherbergi. Á neðri hæð er parket, nema línóleumdúkur á eldhúsi.
Hafið samband á ibud@leigulistinn.is eða í síma 511-1600