Til leigu DOMUS kynnir íbúð Melgerði 13 á Reyðarfirði, íbúðir fyrir eldri borgara.
Eldhús;
Innréttingar eru frá Ikea spónlagðar með nýrri glæsilegri eikar-línu. , uppþvottavél fylgir
Bað:
Innrétting með áfeldum vaski, hvítar hurðir, upphengt salerni. sturta með hitastýrðu blöndurtæki ásamt sturtusetti og hengi. Gólf er flísalagt með stömum flísum, veggir í sturtu flísalagðir.
Þvotthús er sameiginlegt í kjallara
Fataskápar og innihurðir:
Fataskápar eru forstofu og herbergjum, spónlagtir með eik. Innihurðir eru yfirfeldar spónlagðar með ovinplan-eik. Engir þröskuldar eru í hurðaropum og eru allar hurðir 90cm breiðar.
Sameign:
Lyfta er í húsinu. Anddyri, forstofa, lyftuhús í kjallara og á fyrstu hæð eru flísalögð, gólf á lyftugöngum og stigagöngum teppalögð. Póstkassar verða í anddyri. Þar er einnig að finna dyrasíma sem tengjast viðkomandi íbúðum. Öllum íbúðum fylgir sérgeymsla í kjallara og hlutdeild í vagna og hjólageymslu sem og þvottahúsi. Öllum íbúðum fylgir einnig eignarhlutdeild í tveimur fullbúnum gistiherbergjum sem staðsett eru í kjallara. Öryggiskerfi fylgir öllum íbúðum (kaupendur greiða rekstur þess) Gerfihnatadiskur fylgir uppsettur og frágengin. Fjórar minigolfbrautir fylgja uppsettar. Í húsinu er einnig fullkomið þjónusturími ( salur ) með eldhúsi og aðstöðu þar sem fólk getur komið saman og gert sér glaðan dag.
Frágangur lóðar:
Lóð er fullfrágengin. Bílastæði eru malbikuð með afmörkuðum línum. Stéttar (gangstígar) eru hellulagar. Grasfletir eru þökulagðar. Einkalóð fylgir íbúðum á fyrstu hæð og er verönd þeirra hellulögð..