
Hæð til leigu í Vesturbænum (nálægt HÍ).
Íbúðin er ætluð í langtímaleigu. Einnig er möguleiki að leigja hana í styttri tíma. Íbúðin er leigð án húsgagna.
Um er að ræða bjarta og fallega þriggja herbergja íbúð á annari hæð (efstu) í þríbýli í rólegri götu á besta stað í Vesturbænum. Stutt er í Háskólann, Sundlaug Vesturbæjar og Kaffihús Vesturbæjar. Miðbærinn er í göngufjarlægð.
Íbúðin skiptist í tvær rúmgóðar samliggjandi stofur með tvöfaldri rennihurð á milli og hurðum inn í báðar stofurnar, þ.a.l. er hægt að nota aðra þeirra sem svefnherbergi. Stærri stofan rúmar bæði sófasett og borðstofuborð. Stórt svefnherbergi með miklu skápaplássi. Flísalagt baðherbergi með glugga, upphengdu klósettti, innréttingu í kringum vask og sturtu. Gang með opnu fatahengi og efri skáp. Eldhús með fallegri upprunalegri innréttingu og góðu skápaplássi. Yfir íbúðinni er geymsluloft og í kjallaranum sérgeymsla (köld). Þar er líka sameiginlegt þvottahús fyrir þrjár íbúðir og geymsla fyrir garðáhöld o.fl. Þá fylgja sérsuðursvalir íbúðinni og er gengið út á þær af stigapalli fyrir framan íbúðina. Stigagangurinn er snyrtilegur og bjartur. Í kringum húsið er stór sameiginlegur garður með fallegum trjágróðri.
Í íbúðinni eru upprunalegar lakkaðar hurðar. Baðherbergið og skápur í svefnherbergi voru endurnýjuð fyrir nokkrum árum. Breytingarnar voru teiknaðar af arkitekt og eru innréttingarnar sérsmíðaðar. Gólfefni íbúðarinnar eru: Stofur með ljósum ullarteppum, korkur á gangi og eldhúsi, linoleumdúkur á svefnherbergi og flísar á baðherbergi. Íbúðin er nýmáluð í hvítum lit. Allt er einstaklega vel með farið og lítur vel út. Gluggar eru á þremur hliðum íbúðarinnar og gefur það skemmtilega birtu. Horngluggi er í annarri stofunni.
Leigutaki þarf ekki að greiða í hússjóð en greiðir fyrir hita og rafmagn.
Leigusali fer fram á tryggingu sem samsvarar tveggja mánaða leigu (í formi bankaábyrgðar eða peninga á bankabók), meðmæli frá fyrri leigusala og staðfestingu á reglulegum tekjum.
Gæludýr og reykingar eru ekki leyfðar inni í íbúðinni.
Sendið tölvupóst fyrir frekari upplýsingar og ef óskað er eftir að skoða.