Til leigu nýuppgerð 73 fm íbúð til langtímaleigu.
Aðalíbúðin er vel skipulögð 55 fm, 3ja herbergja á fyrstu hæð. Sameiginlegur inngangur er með 2. hæð. Eldhúsið er með nýjum innréttingum. Lítið nýtt baðherbergi með sturtu. Stofan er björt og rúmgóð. Tvö svefnherbergi. Lítil geymsla í kjallara og sameigilegt þvottahús. Ljósleiðaratenging.
Íbúðinni fylgir herbergi í kjallara með aðgangi að eldhúsi og baðherbergi. Sér inngangur er í kjallara en einnig er innangengt frá sameiginlegum inngangi á 1. hæð. Væntanlegur leigutaki hefur möguleika að leigja sjálfur út kjallaraherbergið á eigin ábyrgð. Ljósleiðaratenging.
Íbúðin er laus. Leiguverð er 200.000 kr. á mánuði. Leigutaki greiðir sjálfur fyrir rafmagn og hita en hússjóður er innifalinn.
Óskað eftir bankaábyrgð sem samsvarar 2ja mánaða leigu. Gott væri að fá meðmæli .
Gæludýr og reykingar eru ekki leyfðar inni í íbúðinni.
Áhugasamir sendi upplýsingar um sig til: einholt2014@gmail.com