
Falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð til leigu í Stórholti númer 20 í langtímaleigu. Vel skipulögð og snyrtileg með nýuppgerðu baðherbergi með sturtubaði. Parket á gólfi nema flísar á baðherbergi og korkur á eldhúsgólfi. Rúmgott aðalsvefnherbergi með stórum skápum. Mikið geymslupláss í risi undir súð ásamt minni geymslu í sameign. Stæði fyrir þvottavél í kjallara en einungis tvær íbúðir eru í stigaganginum. Hússjóður og hiti innifalinn í leigu. Húsaleigubætur mögulegar.
Sýni íbúðina á þriðjudag. 2ja mánaða trygging í formi víxils, bankaábyrgðar eða peninga sem endurgreiðist við lok leigutíma.