Quantcast
Channel: Íbúðahúsnæði til leigu
Viewing all articles
Browse latest Browse all 10725

Garðatorg 4, Garðabær, 75 fm: 180.000 kr.

$
0
0


Fasteignasalan TORG kynnir TIL LEIGU, 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð, merkt 0302, auk stæði í bílageymslu merkt E09. Alls er eignin 75,9 m2, þar af er geymsla í sameign 7,1 m2. Svalir sem fylgja íbúðinni eru um 14,7 m2 og snúa í suður. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi m/þvottaherb., eldhúsi, borðstofu og stofu ásamt einu svefnherbergi. 

Leiguverð pr. mánuð kr. 180.000 með gjalddaga fyrsta hvers mánaðar.
Íbúðin er laus frá og með 15. október 2015.  Tryggingargreiðsla eða bankaábyrgð skilyrði.   Góð umgengni og reglusemi skilyrði. 
Gæludýr ekki leyfð. Reykingar ekki leyfðar í íbúðinni.

Allar nánari upplýsingar hjá Fasteignasölunni TORG í síma 895 9120 eða  netfangið bjarni@fstorg.is 

Frekari upplýsingar: Garðatorg 4 er sérlega glæsilegt fjölbýlishús með þremur stigagöngum, allar með lyftu og bílakjallara. Húsið er í miðbæ Garðabæjar. Húsið er með alls 42 íbúðir, frá um 75fm upp í um 190fm, ásamt stæðum í bílageymslu. Aðalhönnuður hússins er teiknistofan THG arkitektar ehf. sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir framúrskarandi hönnun og arkitektúr. Öll hönnun tekur mið að notagildi íbúða sem sem best og að staðsetning húsins gefi íbúum sem mesta útsýni yfir bæinn, Sjálandið, út á sjó, Álftanesið, Bessastaði, o.fl. Við húsið er öll þjónusta fyrir íbúa og næg bílastæði.  Húsið er að rísa sem hluti af nýbyggð, þar sem byggt er í samræmi við nútíma þarfir og kröfur. Stutt er í alla þjónustu, leikskóla, grunn- gagnfræðiskóla sem og íþróttamannvirki.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Fasteignasölunni TORG að Garðatorgi 5, eða í síma 895 9120, og/eða sendið fyrirspurn á  netfangið  bjarni@fstorg.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 10725


<script src="https://jsc.adskeeper.com/r/s/rssing.com.1596347.js" async> </script>