
Falleg þriggja herbergja 70 fm íbúð á góðum stað í Kópavogi með sér inngangi. Húsið er þríbýli. Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Hol, stofa og herbergi með parket á gólfi, baðherbergi nýuppgert, flísar á gólfi og sturta, snyrtilegt sameiginlegt þvottahús er innangengt úr íbúðinni. Gott útsýni úr eldhúsi og sér bílastæði fylgir. Við viljum ekki leyfa reykingar og helst ekki gæludýr. Leigist frá 1. nóv 2015 til 31. maí 2016.