
Verlaunað einbýlishús á góðum stað í Skerfjafirðinum til leigu og afhendingar strax. Húsið er á 2 hæðum, en efri hæðin er á pöllum og skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, snyrtingu og 3 svefnherbergi. Úr borðstofu er útgengt á hellulagðan sólpall. Eldhúsið er búið góðum tækjum m.a. gashellum og Miele ofnum. Á gólfum eru vandaðar náttúrflísar og parket. Í kjallara er stórt svefnherbergi, rúmgott þvottahús með saunu og sturtu, lítið forstofuherbergi, snyrting og geymsla. Að auki er stórt geymslurými í kjallaranum, sem er ekki með fullri lofthæð. Bílskúr fylgir ekki. Gerð er krafa til þess að leigjandi hirði garðinn. Frábær eign í rólegu og fallegu umhverfi. Áhguasamir hafið samband við skrifstofu Leigulistans.