
Eigandi skoðar skipti á eign í Reykjavík.
Nánari lýsing:
Gengið er inn á neðri hæð hússins við norðurhlið hússins í flísalagt andyri og þaðan inn í stofu/eldhús. Á neðri hæð hússins er einnig klósett, þvottahús með útgengi út á pall.
Á efri hæð eru 3 svefnherbergi. Í hjónaherbergi er parket á gólfi, fataskápur, tveir gluggar og lítil geymsla. Herbergi 2 er með parket á gólfi, 1 gluggi. Herbergi 3 er með parket á gólfi 2 gluggar. Tvær litlar geymslur undir súð og lítill opnanlegur þakgluggi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, með litlum opnanlegum glugga, baðkar í fullri stærð.
Þvottaherbergi er með flísum á gólfi, innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Með góðri vinnuaðstöðu og góðu skápaplássi. Hægt að ganga út til suðurs á 100 fm pall þar sem er einnig 24 fm útihús sem er með hita og rafmagni sem er hægt að nýta sem herbergi. Úti er viðarpallur sem er lagður á allan garðinn, mikið skjól er á pallinum og hann er að hluta til yfirbyggður. Lítill tigi bar er á pallinum. Á pallinum er lagt rafmagn fyrir innstungum, fyrir útiískáp eða hljómflutningsgræjur.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.