
-Aðeins traustir langtímaleigjendur koma til greina-
Virkilega falleg 3ja herb. 50,9 fm. risíbúð í góðu fjórbýlishúsi við Eskihlíð í Reykjavík. Íbúðin var öll tekin í gegn fyrir ári síðan. Stigi upp í íbúð, hol, tvö svefnherbergi, eldhús, stofa, baðherbergi, lítil geymsla og geymsluloft. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurkarra í eldhúsinnréttingu. Þá er sameiginlegt þvottahús í kjallara. Sér bílastæði fylgir eigninni.
Íbúðin er laus frá og með 18 des 2015 og aðeins traustir langtímaleigjendur koma til greina. Gæludýr og reykingar í íbúðinni eru ekki leyfð.
Hreint vottorð af vanskila- og sakaskrá þarf að liggja fyrir við frágang leigusamnings.
Hússjóður (6.800kr) + hiti/rafmagn greiðist sér.
Trygging er 500.000kr í formi fyrirframgreiðslu eða bankaábyrgðar.
Sendið okkur endilega nokkrar línur með stuttri lýsingu á ykkur.