
-- Opið hús þriðjudaginn 1.desember kl. 15.30-16.00. Verið velkomin. --
Lausar eru til langtímaleigu tvær 4ra herbergja íbúðir frá 7.desember.
Nánari lýsing: Forstofa er flísalögð með góðu skápaplássi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi með fataskápum. Stórt opið rými skiptist í eldhús og stofu. Parket á gólfum. Flísalagt baðherbergi með sturtu, innangengt í rúmgott þvottahús.
Stæði í bílageymslu fylgir með íbúð og geymsla í kjallara.
Hiti er innifalinn í leiguverði en hússjóður (rekstrarkostnaður sameignar) og rafmagn greiðist af leigutaka.
Leigusali fer fram á tveggja mánaða tryggingu, framvísun sakavottorðs, meðmæli frá fyrri leigusala og staðfestingu á reglulegum tekjum.
Gæludýr og reykingar eru ekki leyfð innan íbúðar.
Sendið tölvupóst á netfangið almenna@almennaleigufelagid.is fyrir frekari upplýsingar.
________________________________________________
Almenna leigufélagið býður langtímaleigu íbúðarhúsnæðis, hátt þjónustustig, öryggi og sveigjanleika. Félagið annast útleigu tæplega 500 íbúða sem staðsettar eru vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.
Kynnið ykkur úrval lausra íbúða á heimasíðu félagsins: www.almennaleigufelagid.is/