
LAUS 1. DESEMBER 2015.
Um er að ræða glæsilega 3ja herbergja 90 fm. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi við Þórðarsveig 11 í Grafarholti ásamt stæði í bílageymslu.
Upplýsingar eingöngu í tölvupósti á leigathsveigur@gmail.com
Nánari lýsing: Flísalagt rúmgott anddyri með góðum fataskáp. Ágætis þvottahús með skolvask, flísar á gólfi. Hjónaherbergi með góðu skápaplássi, hnotu-parket á gólfi. Rúmgott barnaherbergi með fataskáp og hnotu-parketi á gólfi. Glæsilegt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu, sturtuklefa og baðkari. Stór og björt stofa, útgengt á sólríkar suðvestur svalir. Eldhús er opið við stofu, falleg innrétting úr hvíttaðri eik, góður borðstofukrókur. Fallegt hnotu-parket er á eldhúsi og stofu. Lyfta gengur niður í bílageymslu. Leiktæki eru í bakgarði fyrir börn. Stutt er í alla helstu verslun- og þjónustu. Góð íbúð í fjölskylduvænu umhverfi.
Leigutími er 6 mánuðir.
Leiguverð er 185.000 kr. á mánuði með hússjóði, hita og rafmagni.
Trygging er bankaábyrgð eða fyrirframgreiðsla sem samsvarar mánaðar leigu.
Íbúðin er leigð út með ísskápi og uppþvottavél, borðstofuborð og stólar geta einnig fylgt.
Geymsla fylgir ekkiíbúðinni þó er möguleg afnot af takmörkuðu hluta af geymslu sem er gengið í innan íbúðar.
Upplýsingar eingöngu í tölvupósti á leigathsveigur@gmail.com