
Fallegt innbú fylgir með í kaupum.
Gott skipulag er í húsinu og hvert rými nýtist mjög vel. Komið er inn í eitt stórt rými sem er eldhús, borðstofa og stofa en rúmgott fatahol til hliðar við inngang. Eitt svefnherbergi er í húsinu en svefnloft fyrir ofan það. Hægt er að bæta við svefnlofti vegna góðrar lofthæðar.
Baðherbergi er með sturtu og snyrtilegri innréttingu.
Pallur er rúmgóður og nær til suðurs og vesturs þar sem hægt er að ná morgun- og kvöldsól þangað ti hún sest. Göngustígur er í kringum allt húsið.
Gott geymslupláss undir bústað og góður frágangur á lóð.
Þjónustumiðstöð er á svæðinu en þar er sundlaug með heitum pottum og gufu, leikaðstöðu fyrir börnin bæði inni sem utan, hjólaleiga, minigólf, tjaldvæði, þvottaaðstaða og sjoppa.
Golfvöllur er á svæðinu, auk þess sem nokkrir aðrir eru í nánasta nágrenni eins og Kiðjaberg.
Lóðin er 5000 fm. leigulóð.
Nánari upplýsingar gefur Hrund Einarsdóttir söluráðgjafi í s: 773-4913 eða hrund@domusnova.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af Kaupsamningi - 0.4% af heildarfasteignamati
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 1,5% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.-kr 2.000 afhverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.