
Til langtímaleigu virkilega björt 90fm, 3ja herbergja íbúð með vægast sagt frábæru útsýni í góðu lyftuhúsi (2 lyftur) í Sólheimum 27 Reykjavík.
Íbúðin er á 10.hæð og mjög mikið endurnýjuð 2012. Öll íbúðin er nýmáluð, nýslípað parket á allri íbúðinni, baðherbergi er nýtekið í gegn og flísalagt með walk-in sturtu og nýuppgerðar (tvennar) svalir úr gleri. Gólfhiti. Ný eldhústæki úr stáli. Mikil lofthæð, ca. 2,75m.
Útgengt á svalir úr hjónaherbergi.
Stofugluggar ná frá gólfi upp í loft og útgengt á suðursvalir sem eru eftir endilangri stofunni. Stofan mjög björt og útsýnið frábært. Gólfhiti á allri íbúðinni.
Tvær geymslur fylgja íbúðinni, ein í kjallara og ein upp á sömu hæð rétt hjá íbúðinni.
Innifalinn er hiti.
Leigjandi greiðir hússjóð (20þús) og rafmagn.
Húsið er snyrtilegt með starfandi húsverði.
Aðeins traustir og góðir leigjendur með meðmæli eða fyrirtæki koma til greina.
Trygging er 350þús.
Hreint vottorð af vanskila- og sakaskrá þarf að liggja fyrir við frágang leigusamnings.