
Nánari lýsing:
Gengið er inn í flísalagt anddyri með fatahengi og fataskáp.
Frá anddyri er opið inn í borðstofu/sjónvarpshol og þaðan inn í stofuna.
Stofan er björt með glugga á tvo vegu. Parket á gólfi.
Eldhúsið er við stofuna með góðri innréttingu m. flísum á milli skápa, ofn í vinnuhæð og opnanlegum glugga.
Þvottahús/búr er við eldhúsið.
Svefnherbergið er rúmgott með stórum skáp.
Baðherbergið er með dúk á gólfi, flísum á veggjum og sturtuklefa.
Bílastæðið / bílskúrinn er inni í bílastæðahúsinu með þrjár hliðar lokaðar en innkeyrslan er opin. Við enda bílskúrsins er sér geymsla. Sameiginleg bílastæði fyrir Skúlagötu 40,40a og 40b eru sunnan- og norðanmegin við húsin.
Eignin er fyrir 60 ára og eldri.
Í sameign húsana að Skúlagötu 40,40a og 40b er samkomusalur (til leigu), heilsurækt með heitum pott, sauna klefa, tveimur búningsklefum. Dekkjageymsla og þvottaaðstaða í bílageymslunni.
Nánari upplýsingar gefa Sigríður Guðnadóttir lgf. í síma 663 3219 eða sigga@remax.is og Brynjar Ingólfsson MSc. / lgf. í síma 666 8 999 eða brynjar@remax.is.