
Glæsileg fjögurra herbergja íbúð á fjórðu hæð. Lyfta er í húsinu. Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Parketlagður gangur. Eldhús með parketi á gólfi og góðri eikarinnréttingu. Hjónaherbergi og tvö barnaherbergi öll með parketi og eikarfataskápum. Baðherbergi er flísalagt á gólfi, góð innrétting úr eik, baðkar með sturtu. Þvottahús er innan íbúðar.
Hússjóður og hiti er innifalinn í leiguverði en rafmagn greiðist af leigutaka.
Gæludýr og reykingar eru ekki leyfðar inni í íbúðunum.
Leigusali fer fram á tveggja mánaða tryggingu, meðmæli frá fyrri leigusala, lánshæfismati frá Credit Info og staðfestingu á reglulegum tekjum.
Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða íbúðina.
Sendið tölvupóst á al@al.is fyrir frekari upplýsingar eða sækið um á heimasíðunni okkar www.al.is.
Almenna leigufélagið býður langtímaleigu íbúðarhúsnæðis, hátt þjónustustig, öryggi og sveigjanleika. Félagið annast útleigu um 1250 íbúða sem staðsettar eru vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og víðar um landið.
Kynnið ykkur úrval lausra íbúða á heimasíðu félagsins: www.al.is