Íbúðin er 70fm2 en þar að auki er 6fm2 geymsla og tæplega 16fm2 svalir. Samtals rétt rúmlega 90fm2
Komið er inn í sameiginlegan stigagang, sem er með lyftu. Húsið er 3 hæðir og svo bílageymsla í kjallara. Á stigagangi eru sorplúgur...sem er víst ekki algengt í nýbyggingum...en er afar þægilegt
Þegar gengið er inn í íbúðina er á vinstri hönd fatahengi og nettur fataskápur. Á hægri hönd er baðherbergið.
Við hliðina á baðherberginu er svo þvottahúsið.
Þar við hliðina á er svo stórt svefnherbergi með góðu skápaplássi.
Svo tekur í rauninni við stórt alrými, stofa og eldhús.
Geymsla íbúðarinnar er jafnstór baðherberginu, og er hana að finna beint undir baðherberginu.
Svalirnar eru mjög stórar og snúa í suðvestur, sólin er mætt þar svona um 14.00 og er alveg fram á kvöld. Einstaklega skjólsælar.
Garðurinn er afar barnvænn, og hér í hverfinu er gríðarlega mikið af göngustígum og maður er komin út í græna náttúruna eftir 1 mínútna gang. Stutt er í Reynisvatn þar sem má veiða og Golfklúbb Reykjavíkur.
Fyrir neðan íbúðina eru geymslur og hjólageymsla, það er aðeins þykkara í gólfplötum en gengur og gerist og því mjög góð hljóðeinangrun.
Íbúðin var hönnuð með það í huga að aðgengi er fyrir fólk í hjólastól, extra breiðar hurðar og slíkt.
Á gólfinu er 4 stafa eikarparket sem var keypt hjá Agli Árnasyni
Á baðherbergi eru veggflísar Branco 20*20 hvítar flísar frá Álfaborg
Gólfflísar á baðherbergi og þvottahúsi eru gráar Domus Grigio frá Álfaborg
Allar innréttingar eru eikarinnréttingar frá Brúnás (eldhús, baðherbergi og skápar í svefnherbergi og í andyri).
Innihurðirnar eru eikarspónn frá Víkurás.
Á baðherbergi er vegghengt klósett, og sturtubaðkar (það er aðeins breiðara þar sem sturtan er)
Borðplötur á baði og í eldhúsi eru eru úr graníti frá S. Helgason.
Rafmagnstæki eru frá AEG.
Blöndunartæki frá Mora.