
Einstaklega fallega hönnuð íbúð á tveimur efstu hæðunum í einbýli í miðbæ Reykjavíkur.
Á fyrstu hæð er anddyrið og gengið er strax upp stiga á miðhæðina þar sem sjónvarpsstofan og miðrými íbúðarinnar er. Út úr miðrýminu er útgengt á rúmgóðar suðvestur svalir.
Á miðhæðinni eru bæði svefnherbergi íbúðarinnar og mjög fallegt baðherbergi með sturtu þar sem lofthæðin fer upp í rúma 5 metra. Baðherbergið er með skáp ætlaðan fyrir þvottavél og þurrkara.
Efsta hæðin er með eldhús og borðstofu ásamt efri svölum íbúðarinnar og baðherbergi ásamt sturtu.