
Við erum með fjögurra herberga (þrjú herbergi) íbúð á neðstu hæð í Rjúpufelli til leigu.
Íbúðin skiptist upp í hjónaherbergi og tvö minni herbergi, stóra rúmgóða stofu og yfirbyggðan garðskála með hita í gólfum. Það er sér þvottahús inn í íbúðinni en hún leigist ekki með geymslu. Út af íbúðinni er lítill sólpallur þar sem leikvöllur er fyrir börnin.
Leiguverð er 190.000. Innifalið er hússjóður og hiti en rafmagn er greitt sér. Tryggingargjaldið eru tveir mánuðir.
Íbúðin losnar 1.apríl.
Áhugasamir sendið okkur póst á rjupufell25@gmail.com með upplýsingum um viðkomandi. Óskað verður eftir meðmælum.