
Mjög falleg, björt og mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð laus strax til langtímaleigu.
Rúmgott hol er í miðju íbúðar. Stofan er parketlögð með útgengt út á svalir. Eldhús er fallegt og bjart með nýlegum innréttingum og rúmgóðum borðkrók. Þrjú svefnherbergi og lítið fataherbergi innaf einu þeirra. Baðherbergi er endurnýjað, flísalagt með baðkari og eikarskápum. Rúmgóð geymsla fylgir íbúðinni. Í sameign eru þvottahús og hjólageymsla.
Í sameign er aukasvefnherbergi, 15 fm með skápum og aðgengi að salerni, tilvalið til útleigu.
Hiti og hússjóður innifalinn í leigu.
Farið er fram á tveggja mánaða tryggingu, framvísun sakavottorðs, meðmæli frá fyrri leigusala og staðfestingu á reglulegum tekjum.
Gæludýr og reykingar eru ekki leyfð inni í íbúðunum.
Sendið tölvupóst á netfangið almenna@almennaleigufelagid.is fyrir frekari upplýsingar.
________________________________________________
Almenna leigufélagið býður langtímaleigu íbúðarhúsnæðis, hátt þjónustustig, öryggi og sveigjanleika. Félagið annast útleigu um 400 íbúða sem staðsettar eru vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.
Kynnið ykkur úrval lausra íbúða á heimasíðu félagsins: www.almennaleigufelagid.is/