
Gengið er inní forstofu með skáp. Innangengt af forstofunni er lítið baðherbergi með sturtu. Stofan er mjög rúmgóð og með stórum glugga í suður. Svefnherbergið er einnig rúmgott með skápum. Nýtt parket er á stofu og svefnherbergi. Eldhúsið er með nýlegri innréttingu. Íbúðin er öll nýmáluð og gluggar og hurðir nýlakkað. Geymsla fylgir íbúðinni. Þvottahús og hjólageymsla eru í sameign. Einnig er garður sem er í sameign. Íbúðin er á 3. hæð með frábæru útsýni. Stutt er í matvöruverslanir, bakarí og útvistarsvæði.
Við óskum eftir reglusömum og reyklausum leigjendum.
Meðmæli æskileg.
Hússjóður er innifalinn í leigurverði.
Hiti og rafmagn greiðist sér.