
Íbúð í Vesturbænum - tímabundin leiga - gott verð
70fm, 3 herbergja íbúð á Reynimel 107 Reykjavík til leigu frá 1. mars í um það bil 7 mánuði, eftir nánara samkomulagi.
Fasteignin hefur fengið mikið viðhald á undanförnum árum. Í íbúðinni er forstofa/hol með góðu skápaplássi. Stofan er rúmgóð með parketi og stórum gluggum til suðvestur. Stofan rúmar vel setu- og borðstofu. Gengið er út á svalir til suðvestur með glæsilegu útsýni. Eldhúsið er með nýjum bakaraofni og helluborði. Baðherbergið er flísalagt og baðkar með sturtutæki. Hjónaherbergið er með góðum fataskáp á heilum vegg. Minna herbergið er parketlagt. Gott geymslupláss í sameign, þvottaherbergi og hjólageymsla.
Íbúðin er á efstu hæð í snyrtilegri og vel viðhaldinni blokk á Reynimel. Stutt í þjónustu í Vesturbænum, Melabúðin og Vesturbæjarlaug.
190 þúsund á mánuði með hita, rafmagni og hússjóði. Útvega þarf bankaábyrgð eða greiða 3 mánaða leigu fyrirfram.